Bækur

Nokkuð hefur borið á bókmenntaumræðu á þeim bloggsíðum sem Refsarinn sækir hvað tíðast. Þetta hefur leitt hugann til þess tíma er Refsarinn las sjálfur bækur af miklum móð, vakti fram undir morgun bara til að klára kaflann og gat svo ekki beðið eftir að vinnudeginum lyki svo hægt væri að halda áfram.... Maður lifandi þetta var frábær tími.
Seinasta bók sem fór um hendur Refsarans var lykillinn hans davinsís. Hafði sérlega gaman af vangaveltum höfundar um þróun hinnar helgu bókar og hvernig pólitík innan kirkjunnar hafði áhrif á hið helga orð. En á sama tíma voru tilraunir höfundar til að skrifa sakamál í bestafalli brjóstumkennanlegar en oftar nær óþolandi. Þessi bók hélt ekki vöku fyrir Refsaranum.
11 Comments:
Sammála minn kæri herra Refsari.
ég er enn í þvermóðskukasti og hef því hvorki lesið bókina né séð myndina. einn ágætur maður lét þau orð falla að pakkið sem þætti þessi bók svona frábær væri fólk sem hefði lufast til að lesa eina bók um ævina og héldi því að góðar bækur væru svona...
Ég er ekki sammála undanförnu. Þessar kenningar voru nýjar fyrir mér og ég hafði ákaflega gaman af því að lesa bókina og vildi helst ekki leggja hana frá mér.
Í bókinni fékk ég einnig nokkrar góðar hugmyndir að vísbendingum/þrautum sem ég notaði í jóladagatalið.
Seinna las ég aðra bók eftir hann og varð fyrir miklum vonbrygðum því hún var alveg eins og lykillinn.
Ég veit ekki mín kæra systir hvort ég vilji vera með í þessum jólaleik þínum ef hugmyndir að vísbendingum koma úr þessari bók :) en eitt er vísta að Refsarinn mun aldreigi sjá myndina.
Myndin fannst mér skemmtileg, en ég tek það fram að ég hafði mest gaman af/að vangaveltum höfundar um þróun hinnar helgu bókar, eins og Refsarinn kemst sjálfur að orði.
Danni Brúni datt niður á formúlu fyrir nokkrum árum og hefur síðan notað hana með góðum árangri í nokkrum bókum. Da Vinci lykillinn er ágætis reyfari og ekkert nema gott um það að segja. Hinsvegar er hrollvekjandi hversu margir taka því sem þar kemur fram sem sögulegum staðreyndum. Bókin úir og grúir af staðreyndavillum auk þess sem kallinn spinnur stundum upp "sögulega" atburði sem lesendur margir hverjir virðast taka sem þrautrýndri sagnfræði.
Þessar hugmyndir hans um Jesú og Maríu og þeirra afdrif eru auk þess langt frá því að vera hans eigin og má t.d. benda á bókina The Holy Blood and The Holy Grail sem kom út fyrir meira en 20 árum.
Þvermóðskukast gagnvart bók sem þú hefur ekki lesið? Skil ekki pælinguna og finnst þetta með eindæmum barnaleg afstaða. Ef það er eitthvað verra en plebbi sem kaupir bara það sem allir kaupa þá er það menningarviti sem les ekki eitthvað vegna þess að allir eru að lesa það. Þú lest þá líklega ekki Fréttablaðið eða Moggann? Þau eru einmitt víðlesin blöð. Er þetta ekki týpan sem henti öllum plötunum með uppáhaldshljómsveitinni vegna þess að þeir áttu skyndilega "hittara" og allir fóru að hlusta á hana?
ég veit nógu lítið um kaþólska táknfræði og ítalska myndlistarsögu til að hafa gaman af þrautunum í bókinni. það sem að ég held að sé kallað "persónusköpun" var hinsvegar með þynnsta móti í bókinni og söguhetjurnar eru réttdræpar
Njörður
Já réttdræpar er orðið sem ég var að leita að minn kæri. Reiðilesning þín var líka skemmtileg aflestrar og kenndi ég Njarðarins þar snemma. Ennn ! Ég las bókina og það kemur fram í blogginu, ég ætla bara að eyða tíma mínum í eitthvað annað en að horfa á hel. myndina.
Já en það var ekki ég... ég kvitta undir mitt og það er annar anonymous sem skrifar - enda færi ég seint að níðast á kryppununni á honum villa. Mér er alveg sama hvort fólk hefur séð eða lesið myndir og bækur og það hefur aldrei vafist fyrir mér að hafa skoðanir á því sem ég veit ekkert um - þannig að ég styð allt svoleiðis...
Njörður eða N.
valla meinti ég - ekkert sökótt við þann mæta kommenter
N.
Skrifa ummæli
<< Home