Slátur

Það var svo ekki fyrr en í febrúar, árið eftir sláturtöku, sem ég hafði mig í að sjóða slátrið, enda mesta lyktin farin úr íbúðinni. Fátæktin á þessum árum var slík að nær ekkert annað var á borðum fyrr en voraðiað nýju og fyrstu malbikslagnirnar fóru að gefa pening fyrir mat.
Í seinni tíð stend ég í ástar/haturs-sambandi við slátrið.
Á frostköldum haustdegi er fátt meira viðeigandi en feitt, heitt slátur með rófustöppu og geri ég því jafnan góð skil. Þegar máltíð svo lýkur og hitastigið í meltingarveginu nær aftur 37°C, fitan farin að storkna langt niður eftir vélindanu og tilfinningin eins og mér hafi verið nauðgað.
Mamma býður í slátur á laugardag og hlakka ég mikið til, vona að frostið haldist, það er svo viðeigandi.
1 Comments:
Úff slátur já, það er helvíti gott á bragðið, sérstaklega með rófustöppunni og kartöflumúsinni. Fitubrákin innan á gómnum eftir slíka máltíð er líka lokkandi : )
Eða eins og segir í jólalaginu "fitubrákin inná gómnum er svo lokkandi, er svo lokkandiii er svo lokkandiii.."
Skrifa ummæli
<< Home