Hvalveiðar

Stóra málið í dag eru hvalveiðar. Virðast menn vera sammála um að BB hafi hlerað það hjá þjóðinni að ekkert gæti dreift hlerunarmálinu á dreif nema veria skildi hvalveiðar.
Eitt er þó ljóst að það almenna viðhorf um að hvalveiðar væri það eina rétta fyrir Íslendinga og okkar réttur sem þjóð, hefur breyst töluvert.
Nú spyrja menn hvort það sé einhver tilgangur með þessu brölti og hvort við séum ekki bara að skemma blómlegan hvalaskoðunar bussness.
En afhverju ekki að bjóða upp á hvala-skotveiði-skoðanir. Hægt væri að fara með Hval 9 að skoða hvali, og segja svo "hurru manni sjóttu þennan", eða eitthvað.
Ég væri persónulega meira spenntur fyrir þeirri ferð en bara venjulegri skoðun.
4 Comments:
Eimitt, hef einmitt hugleitt þetta líka, held að þetta sé cool...
Ég man hversu magnað það var að sjá hvalinn skorinn í stöðinni í Hvalfirði. Þetta risa flykki dregið á land og menn með hnífa í laginu eins og hokkíspaða að hamast við að skera.
mér finnst dónalegt að drepa hvali. mér finnst þeir krúttlegir.
N.
Snilldarhugmynd! Sóknarfæri í ferðamennsku.
Skrifa ummæli
<< Home