13 október 2006

Siminn


Fékk mér háhraðatengingu hjá símanum um daginn og tók skjáinn með. Í tvo daga gat ég notið þess að horfa á sjónvarp í fullum myndgæðum.

Dag einn að l0knum erfiðum vinnudegi brá svo við að skjárinn, þráðlausa, sem og þrædda- netið lág niðri!

Hafði umsvifalaust samband við símann sem leifði mér að hlusta á hryllingspopp milli þess sem mér var sagt að ég væri ekki lengur nr. 30 heldur 29 o.s.frv.

Þegar samband við lifandi mann loks náðist var mér tjáð að ekkert væri hægt að sjá hjá þeim þar sem síminn minn væri hjá OgVodafone.

Sagan endurtekur sig ég þarf að hringja í OgVodaforne nr 30...29... o.s.frv.
OgVodaforne sér ekkert að línunni hjá mér hún er góð.

-Siminn segir (30...29..) að til þess að þeir geti fengið einhvern botn í málið þurfi ég að flytja símann yfir til þeirra. Ég geng að sjálfsögðu strax í málið.

4 daga líða og síminn minn er kominn til símans.
Viðgerðarmaðurinn himumeginn á línunni lætur mig taka síman úr sambandi setja í samband, standa á haus og ég veit ekki hvað og til að komas að hvað ami nú að.

Eftir þetta allt er mér sagt að ég ráderinn minn sé á stand by vegna þess að einhver hafi rifið hann úr sambandi. Ég þarf að slökkva á honum bíða í 15-20 sek og kvekja svo aftur.

Viti menn það virkaði.

2 Comments:

At 3:50 e.h., Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Endalaust og ávalt vesen með þessa nútímatækni. Eina ráðið er að giftast tæknisnillingi sem merkilegt nokk hefur gaman að því að leysa úr allskonar svona vandræðum.

 
At 6:49 e.h., Blogger BbulgroZ said...

Nútimnn er trunta segja þeir...skemmtileg saga af leiðinlegu atviki.

 

Skrifa ummæli

<< Home