10 október 2006

Ýmislegt

Held að lagnafréttir í gær hafi fengið nokkuð óverðskuldaðar skammir.
Ekki að það sé ekki einlæg sannfæring mín að það séu konurnar sem pissi útfyrir (og ég get hæglega sannað það). Heldur hitt að það var bara svo margt annað að ergja mig þegar ég rakst á lagnafréttina umræddu.
Til dæmis var Gestur E. að lofasama að nú væri frú Yoko ónó að fara að reisa friðarsúlu í nafni Lennons. Arrrggggg hræsnari og væfbíter! Hlustið á textan í "jeg er kun en jalox fyr". Maðurinn hefur augljóslega látið kynóðadverginn labba nokkuru sinni á hurð áður en þessi texti fór á blað.

Sorrý Siggi en ekki láta hafa þig fyrir rangri sök.

2 Comments:

At 11:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála um bítilinn og konu hans.
Maður er ekki svo sem segir, maður er svo sem gerir! Það er auðvelt að tala og syngja sig hásan um frið á jörð en reynist flestum erfitt að iðka það sama. Enginn er fullkominn auðvitað en það slær aðeins á sjálfumglaðan friðarboðskap kappans að lesa um meðferð hans á sínum nánustu á köflum.

Breytir því ekki að hann var brilljant lagasmiður.

Hversvegna við viljum hinsvegar punga út milljónum króna til að greiða fyrir skúlptúr sem Yoko Ono þótti sniðugt að reisa á Íslandi er ofvaxið mínum skilningi?

 
At 3:55 e.h., Blogger Refsarinn said...

Jamm.

 

Skrifa ummæli

<< Home