Konur í pólitík
Það hefur ekki farið fram hjá Refsaranum að það styttist í kosningar. Eitt af stóru málunum þar er eins og venjulega að koma konum inn á lista, þar sem þær virðast almennt vera frekar tregar til að taka þátt.
Stóra spurningin er: Hafa konur ekki áhuga á pólitík?
Eftir að hafa hlustað á hálftíma langa sögu samstarfskonu Refsarans þar sem hún lýsir því hvernig hún eyddi heilum laugardegi í að reyna að finna afmælisgjöf
(ekki og dýra, ekki of ódýra, ekki með mögulega nýtingu til ofbeldisverka en samt ekki of uppeldisvæna því þá gæti hún verið að senda skilaboð...osfrv.) fyrir son sinn til að fara með í veislu bekkjarbróður síns.
Man ekki hvort hún fann einhverja gjöf en hún endaði á að bakka á eitthvað í viðleitni sinni við að komast á milli verslanna til að vera viss um að hafa skoðað allt.
Þar sem konan var u.þ.b. hálfnuð í sögunni rann það upp fyrir mér að mögulega fara konur ekki í pólitík einfaldlega vegna þess að þær eru á kafi í pólitík alla daginn. Endalausar málamiðlanir og baktjaldamakk.
En kannski er Refsarinn bara að alhæfa?
4 Comments:
Skemmtilegar eru nú pælingar Refsarans, og hef ég persónulega gaman af svona pælingum og alhæfingum sem einmitt þessum...þetta á sjálfsagt við rök að styðjast, því ég þekki einmitt konu sem er nákvæmlega svona.
hahahaha flottur!
Hmm... Ekki frá því að þarna sértu kominn með verðugt innlegg í málin.
Annars lenti ég einu sinni í því að kona bakkaði á mig þar sem ég var á göngu á bílastæði. Hún tók ekki eftir því og hélt leiðar sinnar í sælli trú á eigin aksturshæfileika. Ég komst að mestu óskaddaður frá þessu en varð svo hissa að mér hugkvæmdist ekki einu sinni að taka niður númerið á bílnum. Gaman að þessum elskum, stundum.
Ég þekkti einu sinni konu.
Skrifa ummæli
<< Home