Af matarinnkaupum

Um þessar mundir koma tímabil þar sem ég er mikið einn heima og hef ég þurft að laga matarinnkaup mín að þeim aðstæðum. Í dag þar sem ég var að raða á færibandið í bónus fór ég að velta því fyrir mér hvort að hægt væri að merkja á innkaupum mínum að þarna færi einstæðingur. Eftir augnabliks umhugsun sá ég að það væri ekki hægt. Einfaldlega vegna þess að dagsneysla mín er u.þ.b. jafn mikil og hjá svona 4 nettum lesbíum (ekki í aðhaldi).
Mín spurning er því þessi. Ef þær eru fjórar um þessi innkaup en ég einn afhverju á ég þá ekki rétt á styrk frá ríkinu?
3 Comments:
Frábær niðurstaða á þessum hugleiðingum. Um þessar mundir virðast allar hugleiðingar, umræður, ráðstefnur, greinar , viðtöl, blaðaumfjallanir og almennt spjall enda á sömu niðurstöðunni.
Maður: (lýkur máli sínu gagnvart öllum landsmönnum, snýr sér að ríkissjóði og segir hátt og frekjulega): Gemmér pening!
Farðu nú að blogga letihaugur!
Ég held að mamma og pabbi, hefðu þau haldið utan um matarreikningana hér í den, þá ættu þau rétt á að fá styrk frá Félagi foreldra sem eiga börn sem borða svo allt allt of mikið, einmitt vegna þín. Svo gættu þín félagi! ...og ég er ekki frá því að Helga og Siggi fari í skaðabótamál vegna áts þíns sökum tíðra heimsókna sem þú áttir á Bjarnhólastíg, og ef Hildur vill þá getur hún það líka...það voru nokkrir lítrarnir af mjólk og kókó puffsi sem þurfti að bæta við þegar þau vissu að von var á Refsaranum yfir helgina :)
Skrifa ummæli
<< Home