19 janúar 2006

Saga af slysó

Bjartur datt á snjóbretti á þriðjudaginn og meiddi sig á hendinni. Var enn þá slæmur í morgun svo við ákváðum af fara á slysó. Þar hittum við þessa líka huggulegu hjúkrunarkonu sem tók niður áverkalýsingu. Að því loknu þurfti hún svo að fylla út einhverskonar skema sem seinna meir verður notað til að gera samantekt á hvar og hvernig fólk slasar sig. Það gekk svona fyrir sig:

H: Hvar slasaðir þú þig?
B: Bláfjöllum
H: (Dregur upp kort og rýnir í stutta stund) Hvar eru bláfjöll?
H2: Í kópavogi.
H: Hvað varstu að gera?
B: Ég var á snjóbretti.
H: (Horfir hugsandi á skjáinn í drykklanga stund) Eru það Alpagreinar?
H2: já.
H: Hvernig hreyfing er að vera á snjóbretti?
H2: Engin þú stendur kjurr.

Og þá höfum við það. Krakkar í Kópavogi úlnliðsbrotna þar sem þau standa kjurr við Alpagreinar.

7 Comments:

At 9:01 f.h., Blogger BbulgroZ said...

Ég var smá tíma að meðtaka þetta, H og H2 og svona, en maður lifandi þetta er yndislegt. Vonandi (Bjarts vegna)hafa þær ekki skoðað hann.

 
At 9:07 f.h., Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta er snilld!

En ég held reyndar að kerfið sem þær skrá inní sér líka snilld í sjálfu sér, þar sem reynt er að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu, sem er auðvitað ekki hægt. Og starfsfólkið þarf að sníða slys og meiðsl niður í þessi hólf. Getur maður tekið mark á niðurstöðm sem koma úr svona gagnagrunni?

Hvernig hefur Bjartur það? Var þetta hægri eða vinstri?

 
At 9:41 f.h., Blogger Refsarinn said...

Bjartur reyndist vera með sprungu í vinstri úlnlið og verður í gibsi næstu tvær vikurnar.
Ég er hræddur um að niðurstöður úr svona skrá verði altaf skrítnar. Oft er talað um að til sé lýgi, meiri lýgi og svo tölfræði:)

 
At 9:55 f.h., Blogger Fjalar said...

"Standa kjurr" ættu að verða einkunnarorð allra ykkar sem hafa búið á Kópavogsbraut 4. Þessi fjölskylda ætti að pakka sér inn í bómull og horfa á sjónvarp allan daginn, alla daga. Og ekki teygja ykkur eftir fjarstýringunni, þið gætuð slitið liðband, brákað fingur eða brotið úlnlið, nú eða hreinlega orðið ykkur úti um æðahnúta.
Bara sitja. Og sitja kjurr.

 
At 9:56 f.h., Blogger Fjalar said...

En voru þetta sem sagt tvær hjúkkur að tala saman? H og H2?

 
At 10:15 f.h., Blogger Refsarinn said...

Jamm

 
At 8:00 e.h., Blogger Þorkatla said...

Þetta er nú meiri vitleysan, en svona er þetta fólk í borginni, það veit akkúrat ekki neitt um neitt sem er ekki innan borgarmarka.
;-)

 

Skrifa ummæli

<< Home