Af bloggleti

Ekki er alveg laust við að samferðarmenn mínir í þessu lífi hafi verið að saka mig um bloggleti hér á þessari síðu minni.
Það má vel vera rétt en staðreyndin er að eftir æfingarnar hjá Eyjó er ekki mikil orka eftir fyrir einhvern fíflagang.
Félagar mínir í liðinu sendu mér þessa skemmtilegu mynd af seinustu æfingu þar sem vel sést hve flottur ég er í búningnum.
Myndin er kannski ögn ógreinileg en hraðinn er líka mikill á æfingarsvæðinu og ekkert gefið eftir.
Ég reikna faslega með að geta látið færslurnar fljóta eftir leikinn við Trínitat og Tópak en þangað til bið ég um tilfinningalegt svigrúm til að geta einbeitt mér að þeim verkefnum sem framundan eru.
1 Comments:
Minn kæri herra Refsari, þér verður veitt þetta svigrúm fram að leik, en þegar í leikinn verður komið og öll sú fjölmiðlaumræða sem á eftir að fara í gang eftir leik, ætlar Prothallus að leggja landsliðsskónum??? og þess háttar spurningar eiga eftir að vakna...svo lítið tilfinningalegt svigrúm verður þá kall minn.
Skrifa ummæli
<< Home