Ullinganir koma!

Til að fagna þessum tímamótum ákvað Óðalsbóndinn að slátra lambi og bjóða til veislu á sunnudagskvöldinu.
Um það leiti sem lambið var að verða að ljúffengri steik í ofninum bárust mér þau tíðindi til eyrna að unglingsparið væri bara ný búið að snæða þennan líka dýryndis Subway með frönskum og "kíbs" í eftirmat.
Ekki tók betra við þegar fréttist að Aðalheiður

Bjartur var orðinn vægast sagt flóttalegur þegar ég dró út ilmandi steikina og fékk ég skýringu á því fljótlega. Dyrabjallan hringir og inn gengur piltur sem Bjartur hafði mælt sér mót við til að fara með í bíó og með það var hann rokinn.

Óðalsbóndinn sat því einn við kertaljós og gerði steikinn skil eins og honum einum er lagið.
4 Comments:
Ooohhh, elsku kallinn...en þú hafðir gott af steikinni, það getur enginn tekið það frá þér...
Það þarf greinilega að panta tíma hjá fólkinu þínu og boða formlega svona fínan kvöldverð með a.m.k. 3 daga fyrirvara...
Fór steikin annars ekki vel í magann?
Jú steikin rann ljúflega niður
Ok, ein spurning: Var eitthvað eftir af lambinu???
annonímús
Skrifa ummæli
<< Home