Nýtt ár ný tækifæri

Áður en nokkuð verður bloggað er rétt að byrja á að óska mínum dyggu lesendum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla.
Nú er það svo að ég hef aðeins verið hálfur maður í mánudagsboltanum því ég hef verið að spila einfættur. Ástæðan er að bláæðalokur í hægri fæti (sjá mynd) hafa gefið sig og blóðflæðið upp úr fætinum er því afar slakt. Þetta veldur svo bólgu við öklann og ég er þannig að spila aðeins meiddur. Rökréttast er að lýsa þessu ástandi mínu sem sambærilegu við ástands Harry Kewell. Hörku spilari með þrálát meiðsl sem svo aftur leiða til aðeins bilunar í sjálfstrausti, en hefur nú snúið aftur og maður lifandi þvílíkt og annað eins!
Í dag verð ég sendur í aðgerð (Owen reyndar líka að fara í aðgerð) þar sem þetta ástand verður lagað. Eftir það tekur við ~10 daga hvíldartímabil þannig að ég missi úr einn leik. En svo kem ég til baka og maður lifandi...
4 Comments:
Gleðilegt nýtt ár frændi og ég vona það svo sannarlega að aðgerðin gangi vel fyrir sig því Digranesheiði er hálf eyðileg án þokka þíns á knattspyrnuvellinum!
Ég held við vitum það öll, hefðir þú bara hlúð betur að knattspyrnuhæfileikum þínum á yngri árum og hefði hún móðir þín ekki skorið gat á alla bolta sem komu inn í garðinn, þá væri þú sjálfsagt að ljúka góðum ferli með Man.City um þessar mundir og það hefði enginn verið að tala um Njál Quinn eða Duncan Ferguson
Bölvað svartsýnistal er þetta í þér drengur. Veit ekki betur en Newcastle sé að reyna að halda í Shearer og Arsenal að semja við gamla Hollendiginn sem getur ekki flogið! Ég verð kominn á samning hjá Man City eftir næsta sumar
Já kannski, en þú verður þá að semja við hana móður þína að leifa þér að halda einum bolta eftir, hún geti ekki skorið á þá alla.
Skrifa ummæli
<< Home