29 desember 2005

Lagnafréttir í beinni


Snemma í morgun meðan borgin svaf, hringdi þessi maður dyrabjöllunni að Myllusetri og stormaði inn. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að ég vaknaði með andfælum enda átti ég ekki von á manninum fyrr en seinna um daginn. Þessi dramatíska innganga væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að dyrabjallan hefur ekki virkað í u.þ.b. þrjár vikur og dyrnar voru læstar. En Sigurður lagnafréttamaður er nú ekki vanur að láta smámuni þvælast fyrir sér. Eftir snarpa atlögu við pípur og borvélar var hiti settur á Myllusetur að nýju og er þar með stórum áfanga í framkvæmdum mínum lokið. Sigurður er hamhleypa til verka og þegar hann loksins kvaddi gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði ekki borðað morgunmat hvað þá annað og klukkan orðin þrjú. að gleyma að borða er ekki eitthvað sem gerist oft í mínu lífi.

Það má með sanni segja að það stefni í góðan dag þar sem í kvöld mun ég fara á tónleika með Svabba frænda á Póstbarnum. Þessir áramóta tónleikar Sváfnis eru að verða að hefð þar sem ættingjar og vinir koma saman yfir einni ölkrús og njóta samvistar með góðum undirleik. Reikna má með að öldurhúsin fari brátt að bjóða í þessa tónleika kappans þar sem reikna má með að tónleikagestir taki á honum stóra sínum þegar kemur að ölinu.

3 Comments:

At 2:47 e.h., Blogger Kolla Subba said...

Ég er búin að borða yfir mig!

 
At 2:48 e.h., Blogger Kolla Subba said...

Leyfðu anonymous comments. Á íslensku útleggst það sem nafnlausar athugasemdir.

PS. Ég er búin að borða yfir mig!

 
At 7:55 e.h., Blogger Refsarinn said...

Tekið til greina með kommentin en myndin af þér er fín.

 

Skrifa ummæli

<< Home