Jóla hvað....
Jæja þá hef ég, í gegnum ótrúlegan vefnað örlagadísa, fengið mitt eigið blogg svæði. Fyrra blogg er víst meint sem illkvittið háð í minn garð en þar sem það er svo viðeigandi þá mun það stand áfram öðrum til ánægju og yndisauka. Ég er um þessar mundir að leggja lokahönd á rafmagnsgrindina í stofunni heima og þarf því að taka rafmagið inn af klósetti með framlengingarsnúru. Get því ekki sagt að það sé neitt sérstaklega jólalegt um að litast hjá mér en þetta stendur allt til bóta. Þeir sem áhuga hafa á að sjá hvernig verkinu hefur miðað bendi ég á síðuna hennar Fransínu systir http://spaces.msn.com/members/bjarneyh/ sem hefur verið óþreytandi við að taka myndir fyrir mig.
Gleðiðleg jól og takk fyrir árið sem er að líða. (Þetta er jólakortið mitt í ár)
1 Comments:
Á ekkert að fara að gerast hér fljótlega? ?? ? ? ?
Skrifa ummæli
<< Home