07 janúar 2006

Kjarnafjölskyldan

Var að koma heim úr skírnarveislu Veroniku Sölku, dóttir Jennýar Heiðu og David. Þar sem Jenný og David búa í lítillli íbúð var ákveðið að halda veisluna að þrastargötu, hjá Huldísi og Hildi. David kom að sjálfsögðu með son sinn úr fyrra sambandi en einnig voru þarna foreldrar hans og bróðir.

Ég kom eins og áður sagði með krakkana okkra Huldísar; Annel, Bjart og Aðalheiði.

Annel Jón kom líka og með honum var kærastan og börnin hennar tvö frá fyrra sambandi. Hugguleg stúlka og gerðarlegir krakkar.

Þarna var einnig Jón Fransis fósturpabbi Huldísar með nýju konunni sinni og börnum hennar.

Mér taldist til að aðeins væri ein heil fjölskylda stödd í húsinu og hún var útlensk, annað var bútasaumur sem gæti hæglega orðið að martröð ættfræðinga seinna meir.

3 Comments:

At 6:22 e.h., Blogger BbulgroZ said...

Já þarna vantaði bara Skotana svo þetta væri fullkomið ; )

 
At 9:30 f.h., Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

Svona er þetta í dag hugsaðí ég fyrst. Mér fannst meirihluti fjölskyldna orðin svona allt í flækju og svoleiðis. En þegar ég hugsa áfram og skoða fólkið næst mér þá er það ekki þannig. Fleiri eru í gamla forminu. Þá er ég að tala um systkini mín og systkini Elíasar. Af 7 einstaklingum eru 2 í fjölskylduflækjuforminu.

 
At 10:57 f.h., Blogger Valþór said...

Þetta kallar maður fúnksjónal fjölskyldu! Maður sér fyrir sér ættarmótin þar sem 10% viðstaddra eru skyldir. Góður staður til að ná sér í... uuu... klamidíu...

 

Skrifa ummæli

<< Home