Metrósexual óðalseigandi

Jæja þá er nýja árið gengið í garð með pomp og pragt. Óhemju vel heppnuð áramótaveisla var haldin að Myllusetri með systkinunum og H&H að ógleymdri Skvísu sem nánast var sú eina í hópnum sem fór í gegnum þessa hátíð án deyfilyfja.
Nýársheiti mitt fyrir þetta ár er í raun fyrir næsta ár því þá vil ég fá fleira fólk að Myllusetri eftir miðnættið. Hér er pláss fyrir hljómsveit, sing-star keppni, dans og fleira.
Þið mínir kæru lesendur gætuð freistast til að spyrja af hverju "metró" er hengt við þennann karlmannlega einstakling hér í titlinum. En ef grant er skoðað þá sést að ég er með þessa líka fallegu eyrnalokka sem ég fékk úr pakkaknum hennar Eyrúnar sem ég vann í pakkaleiknum góða.
Hún hefur reyndar verið mjög dugleg við að útvega mér skraut um dagana því svínadansbúningurinn minn er reyndar bolur sem var orðinn of lítill á hana þegar hún var 3 ára eða eitthvað.
Metró, eða ...?
6 Comments:
Ég segi metró.
Hvað kemur eyrnalokkurinn þessu máli við?
Skyrtan og bindið eru dead give away...
PS: Passa sig á metró, það er alveg við hliðina á hómó!
Fyrir utan eyrnalokkinn, skyrtuna og bindið, vildi óðalsbóndinn einungis dreypa púnsi og kampavíni allt kvöldið, eins og meðfylgjandi mynd sýnir okkur. Ég er farinn að hallast að hómó hjá þessum náunga.
Svona í anda þess hversu alræmdur ég ætla mér að verða þá tek ég þá gífurlegu áhættu að óska þér til hamingju með daginn!!! Læðist samt að mér sá grunur að ég gæti verið að taka feil á þér kæri óðalseigandi og frænku minni sem kærir sig lítt um knattspyrnu, krydd né gríslinga sem hlaupa um gólf...
Þykir mér þú vera nokkuð glöggur Pooran að muna svona dagsetningar, en Hulda var það heillin.
Hér á þessari síðu má reyndar sjá hve gamall ég er og hvenær ég á afmæli.
Hurðu Þórhalli minn, þú verður að vera miklu duglegri að senda frá þér hér á blogggginu þínu...
Skrifa ummæli
<< Home