Vilhjálmur Vandráður
Á það stundum til að vera aðeins utan við sjálfan mig, er kannski fastur í að reyna að koma upp með stutta, einfalda útskýringu á muninum á mítósu og meiósu, eða eitthvað.
Kom mér laglega í koll í kvöld þegar ég skrapp í búðina. Eftir að hafa lokið innkaupum og er að fara inn í bílinn minn reyndist læsingin eitthvað stirð. Líklega frostið hugsaði ég.
Reyndi svona aðeins að liðka hana til og um leið og ég náði að snúa lyklinum í skránni rann upp fyrir mér að ég var að opna vitlausan bíl :/
Lykillinn sat alveg pikk fastur og ekki nokkur leið að ná honum til baka.
Ykkar maður varð því að gera sér ferð inn í búðin aftur til að hafa upp á eigandann. Eftir drykklanga stund kom eigandinn í leitirnar og með sameiginlegu átaki tókst okkur að ná lyklinum úr skránni.
Það mátti vart á milli sjá hvor okkar var vandræðalegri yfir þessari uppákomu, ég hefði kannski átt að nota tækifærið og útskýra fyrir honum muninn á þessum tvemur frumuskiptingar svona til að létta aðeins andrúmsloftið?
4 Comments:
Ja hérna og hér kall minn...og auðvitað er það til að létta andrúmsloft hvenær og hvar sem er að fara yfir grundvallar atriði liffræðinnar sem ju mítósa og meiósa er.
Elsku kallinn minn, þetta minnir óneitanlega svolítið á stöðumælaatriðið. Einstaklega skondið þegar sagt er frá en kannski ekki eins gaman að lenda í...
En svona getur þetta verið þegar menn eru miklir hugsuðir.
Stöðumælaatriðið???
Ég man ekki alveg hvernig stöðumæla sagan var, en það var eitthvað um það að stöðumælir sem tók kort, og hann tók kortið hans og skilaði því ekki aftur...man ekki alveg hver endirinn var ...en Þórhalli gerði mikið mál úr þessu hafði upp á stöðumælaverði til að segja honum frá þessu. Þegar þeir komu svo að stöðumælinum var kortið komið út, þá vantaði bara upp á þolinmæðina hjá mínum, það þurti bara að bíða aðeins lengur eftir að kortið skilaði sér, en hádeigismaturinn var farinn fyrir bíý...ég er svolítið að skáldí eiyðurnar, látum Þórhallinn segja satt og rétt frá þessu. : )
Skrifa ummæli
<< Home