Enn um ástina

Eitt af stóru málunum í dag er hvort leyfa eigi samkynhneigðum að giftast í kirkju. Þetta mál virðist algerlega vera að fara með kirkjunarmenn annars vegar og örfáa trúaða samkynhneigða hins vegar. Seinni hópurinn hefur nú bundist samtökum sem kallast "Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf" eða ÁST.
Biskup mun sjálfsagt berjast um á hæl og hnakka svo að "þessu fólki" takist nú ekki að koma hjónabandinu á ruslahaugana. Kannski hann ætti að líta á nýjustu tölur um tíðni hjónaskilnaða áður enn hann kemur með svona yfirlýsingar. Blessaður kallinn (hann er það nefnilega sko, blessaður það er að segja). Ofan í vandræði biskups er svo hópur presta og safnaðarmeðlima sem er slétt sama, eða það sem kannski verra er, vilja leyfa þetta form hjónabanda.
Næstu stóru tíðindi í þessu máli (og munið þið lásuð það hér fyrst) held ég að verði sofnun áhugahóps trúaðra um samkynhneigð eða ÁTS og þá fyrst fara hlutirnir að verða spennandi.
4 Comments:
Það var einmitt verið að ræða þessi mál í vinnunni minni í gær og meira að segja prestur viðstaddur og allt. Það sem virðist vefjast fyrir fólki/prestum er að kalla þessa sambúð "hjónaband" af því það orð þykir samofið sambandi karls og konu.
Ég veit ekki, eru orð ekki stöðugt að breyta um meiningu og þarf þetta barast ekki smá tíma til að aðlagast. Eftir á munu menn hlæja að þessum vandræðagangi.
Hvaða máli skiptir hvort parið kallast hjón eða ekki? Er eitthvað lagalegt þarna á bakvið sem gerir það að verkum að hægt sé að græða á því að vera í hjónabandi? Hef oftar heyrt að það borgi sig að vera utan þess en innan - svo varla er það það sem verið er að vandræðast yfir.
Jú í raun hafa samk. sama lagalega rétt í staðfestri sambúð og í hjónabandi, eina sem eftir er er að fá guð til að skrifa undir.
Já þetta er náttla eitthvað sem verður hlegið að eftir 10 ár. Enda skil ég ekki þessa umræðu, ég sé ekki vandamálið.
Ég hlæ að þessu núna
Skrifa ummæli
<< Home