Hugleiðingar um alnetið og ástina
Nú er það svo að mig hefur lengi grunað að á alnetinu (mikilvægt að tala rétta íslensku) væri meira að fynna en klám og góð tilboð um penis-lengingar. En það verður að segjast eins og er að bloggið er hrein bylting í mínu lífi.
Tvennt hefur þó verið að plaga mig þessa vikuna. Fyrst kom "meðvitaðatímabilið" sem ég gekk í gegnum núna seinni part vikunar. Eftir að hafa gert mér grein fyrir því að mögulega væru fleiri að lesa skrif mín en bara nánasta fjöskylda. Ég fylltist skrifkvíða og gat ekki sett stafkrók á blað???? (þessu orðatiltæki þarf greinilega að breyta). Ég hef núna yfirunnið þennan ótta og býð hér með heiminn velkominn að þessari síðu minni.
Seinna vandamálið þykir mér þó sýnu erfiðara en það er ástin.
Jú ég hef þvælst eftir linkum annarra bloggara og lesið mér til um líf fólks út um allan heim og á þessari vegferð hef ég fundið sjálfa ástina. Þessi líka huggulega kona sem skrifar svona óhemju skemmtilega um líf sitt og tilveru. Ég hef nú rakið mig í gegnum líf hennar eins og versti gluggagægir en þegar ég ætla að setja inn komment til að verða sýnilegur, rennur það upp fyrir mér. Það er alveg sama hversu fallengan texta ég setti þarna inn, ég kem alltaf fram sem "REFSARINN"!.
Þetta er ekki gott og því mun ég breyta þessu vörumerki mínu í eitthvað seljanlegra.
Allar hugmyndir er vel þegnar en ég mun taka mér nokkra daga til umhugsunar. Það blasir jú við að þetta er mikilvægt.
12 Comments:
Verandi sá sem gaf þér bloggnafnið "Refsarinn" þá er málið mér skylt. Ég skil áhyggjur þínar þó að í þeim felist ákveðinn sjálfsflótti, þú ert jú sá sem þú ert og þarft að lifa með því um óákveðna framtíð nema.. að þú takir upp á þeirri óáran að endurfæðast sem einhver rómantíker? Ég veit það ekki - rennur vatn upp í móti?
Mér varð hugsað til Prothallus the punisher þegar "refsarinn" kom upp í huga mér. Ef ég ætti að koma með tillögu þá sting ég upp á Prothallus?
Eða Valentínus?
Eða MeLuvUlongTÆM?
hmmm...
Gleymdi einu, hver er konan?? ? ? ? ?
Já, maður spyr sig Prothallus the Punisher; hver er konan?
annonímús
Ja hérna hér...kona í spilinu...ég held, ef þú átt að finna þína réttu konu þá ættirðu ekki að fela neitt og kalla þig Refsarann áfram, þá mun hin rétta reka á fjörur þínar, og þvílík fjara sem það nú er drengurinn minn.
Spurt er; ætti Þórhallur að taka upp betra nafn en Refsarinn sökum þess að hann vill gera Internethosur sínar grænar? Svar: Já. En hvert ætti það nafn þá að vera? Látum okkur sjá... nafn sem bendir til kurteisi, skilnings, undirgefni og ríka þjónustulund, en hefur samt yfirbragð fágunar, heimsmennsku og þekkingar ef á reynir. Svarið er einfalt. "Hudson".
"ríkrar þjónustulundar" vildi ég sagt hafa.
...og hver er konan?
Hint hint?
Ástin strákar mínir er nokkuð sem maður fíflast ekki með. Þar af leiðandi mun ég halda netslóðinni fyrir mig um stund.
Mikið þakka ég þær tillögur sem komið hafa fram og eru þær hér með komnar í hugmyndabankann.
Varðandi tillögu BbulgroZ um aðeins refsarinn færi mér konu við hæfi. Má þá ekki með sömu rökum safna yfirvaraskeggi og ná sér í klámmyndaleikkonu?
Þú ert nú þegar kominn með sítt að aftan svo að það er ekkert því til fyrirstöðu að fá sér yfirvaraskegg.
Ha! Þessi er nú léttur. Það er auðvitað þessi hér
Hvað með Kolbeinn Kafteinn? Það var nú einu sinni hann sem bjó á Myllusetri?
Skrifa ummæli
<< Home