13 nóvember 2006

Refsarinn fer í bíó

Klæddi mig upp í gær of fór með Aðalheiði að sjá ofurtöffarann frá Kazakztan, Borat. Varð fyrir nokkrum vonbrigðum með myndinia þó því verði ekki neitað að nokkuru sinnum lá mér við þvagláti af fögnuði.

Lét samt pirra mig að þessi mynd hefði hæglega getað verið mikið fyndnari. Aðalleikari myndarinnar hefur oft sýnt það í sjónvarpsþáttum sínum hversu hnittinn hann getur verið. Þarna var eins og hann væri að hlífa íbúum USogA.

Mögulega til að móðga ekki sinn stærsta kúnnahóp?

Einnig þreytandi þessi tippahúmor sem verður aldrei annað en næstum því fyndinn.

2 Comments:

At 8:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þessi mynd sé ekkert fyrir mig. Er hún ekki svolítið í Will Ferrel stíl (það er náungi sem fer í mínar fínustu).
Mundi allavega ekki klæða mig uppá til að sjá hana.

 
At 11:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tja þetta kemur bæði á óvart og ekki. Þessi dómur þinn (hef ekki séð myndina) var það sem ég óttaðist (þá treysti ég vel á dómgreind yðar) en ég var búinn að heyra það frá tveimur öðrum að hún væri endalaust fyndin, frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. En sumir geta ekki horft á svona myndir, eins og t.d. Skobara : )

 

Skrifa ummæli

<< Home