08 apríl 2006

Undantekningin sem sannar regluna

Frumurnar mína í vinnunni tóku upp á að gera nokkuð sem ég þóttist fyrir löngu vera búinn að sýna fram á að þær væru ekki færar um.

Undantekningin sem sannar regluna var þá sagt. AAARRRRRGGGGGGGG!

Hef alltaf látið þetta orðatiltæki fara í taugarna á mér. Hvernig getur eitthvað fyrirbæri ekki orðið að reglu fyrr en undantekning hefur orðið á því?
Er það ekki regla að orsök komi á undan afleiðingu fyrr en að undantekning hefur orðið þar á?

Þegar maður er unglingur þá stendur maður frammi fyrir fullt af reglum sem hafa verið settar í gengum aldana rás og eru þær nær allar asnalegar og óþarfar. Því fer á þessum árum í hönd tími þar sem maður er önnum kafinn við að brjóta þessar reglur. Oftast kemst maður að því það er ástæða fyrir þessum reglum og margar þerra eru í raun ekki svo vitlausar eftir allt.

Þetta eru undantekningarnar sem sanna regluna .

4 Comments:

At 1:01 f.h., Blogger BbulgroZ said...

Úff maður þetta er nú bara svona kall minn hm...nokkuð skentleg flétta þarna hjá þér minn kæri herra Refsari.

 
At 11:46 f.h., Blogger Bjarney Halldórsdóttir said...

hmmm...

 
At 11:47 e.h., Blogger BbulgroZ said...

Meira blogg Refsari, þú lýsir upp himininn með skemmtilegum sögum af þér og þínum...

 
At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá, ég fékk bara léttan svima við þennan lestur :D he he...

 

Skrifa ummæli

<< Home