01 desember 2006

Alþingi fyrr og nú

Lærði sagnfræði á kvöldin í FB fyrir mörgum árum. Þar lærði ég um pólitískar væringar og almennt ástand alþýðunnar í kreppunni og fram að sjálfstæði okkar 1944. Fyrir stríð ríkti hér ansi djúp kreppa þar sem fólk sem ekki gat séð sér og sínum farborðar seldi börnin sín lægstbjóðanda (þ.e. þeir sem þágðu minnstan pening af ríkinu til að annast ómagann) þar sem þau voru nýtt sem vinnudýr og komust oft undan við illan leik, eða ekki.
Á alþingi var samt bara rætt um hvernig við gætum fengið sjálfstæði undan dönum. Annað var bara ekki þess virði að velta fyrir sér.

Nú líður senn að jólafríi þingmanna og að venju er mikill törn á þingi. Ýmis spennandi mál sem liggja fyrir eins og RUV ohf, hversu mikill er/var stuðnigur okkar við innrásina í Irak og svo framvegis. Eitt mál er á leið í gegn en það snýr að lækkun virðiaukaskatts á matvörur. Til að tryggja að allt fari ekki í vitleysu hjá almúganum verður virðisauki á sykurvörur ekki lækkaður og áfengisgjald hækkað um 58%. Þetta þýði að kippa af ódýrum öl fer úr ~11oo í ~1300 kall. Létt vín hækkar svo meira.

Þegar opnað er fyrir fjölmiðla verður ekki þverfótað fyrir Merði og Ögmundi ræðandi RUV og Irak og alskonar heimspeki þar að lútandi, en þessu hækkun verður ekki rædd. Þó svo að þetta hækki vísitöluna og þar með lán skuldugustu heimila í heiminum. Það er ekki þess virði að ræða þetta. Alþingi sér þetta sem mannbætandi aðgerð svo að við drekkum okkur ekki í hel, meðan við gröðkum í okkur sætabrauðinu.

Næstu helgi ætla ég að kaupa mér mola af svörtum afgan og jafnvel poppa einni E. Þannig koma allir til með að vinna. Ég spara peninginn og tölfræðin kemur til með að sýna að seinasta hækkun á áfengisgjöldum bjargaði a.m.k. einni sál frá glötun.

3 Comments:

At 4:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú er ég sammála þér frændi.
Verst hvað ég á orðið lítið af kókaíni. Misfórst eitthvað með sendinguna sem ég átti að fá í vikunni.

 
At 4:53 e.h., Blogger Refsarinn said...

Líttu bara við og fáðu þér kaffi (E-latte rosa gott) og smók.

 
At 10:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ræktun á kannabis væri sniðug...

 

Skrifa ummæli

<< Home