25 nóvember 2006

Post Vietnam

Ég held að stærsti lærdómurinn sem dreginn var af Vietnamstríðinu hafi ekki verið betra siðgæði í hernaði, heldur hversu mikilvægt það er að stýra fréttaflutningi frá hersvæðum.

Til dæmis tekur Ísraelsher aðeins af lífi hriðjuverkamenn. Þeir eru bara á öllum aldri og af báðum kynjum.

Þannig má oft sjá og heyra fréttir þar sem fréttatilkynningar eru augljóslega bara teknar eins og þær koma af skepnunni og hugsunarlaust þýðar beint til flutning.

í Fréttablaðinu í dag er til dæmis fétt frá Irak þar sem sagt er frá því að landið sé á barmi borgarastyrjaldar. Gefið í skin að ástandið sé nokkuð slæmt en ef ekki væri fyrir styrka stjórn okkar manna þá færi allt til andskotans og okkur líður ögn betur.

Á seinasta ári dóu að meðaltali 30-50 Irakar á dag í sprengjutilræðum eða í skipulögðum morðum öfgasveita sem starfa í skjóli lögreglunnar. Rannsókn óháðra aðila leiddi í ljós að u.þ.b. 600 þús. Irakar hafi fallið eftir að innrás hinna viljugu þjóða lauk.

Ef þetta er ekki borgarastyrjöld þá veit ég ekki hvernig hún lítur út.

1 Comments:

At 1:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta er satt og réttilega athugað hjá þér
Njörður

 

Skrifa ummæli

<< Home