Uppreist Kidda Sleggju

NFS sýndi frá þingi framsóknarmanna í kvöld þar sem formaðurinn lýsti því hve bjánalegt það hefði verið að ráðast inn í Irak og flokkurinn yrði bara að ræða þetta.
Þetta er að því er mig best minnir það sem Sleggjan sagði strax í upphafi innrásarinnar.
Að þessum orðum slepptum mátti sjá mannvitsbrekkuna Hjálmar Árnason fagna ógurlega. Formaðurinn hafði skorað mark , loksins sagði einhver eitthvað sem Hjálmar var líka að hugsa. En ef minni mitt er ekki þeim mun verra þá var Hjálmar einna duglegastu við að skammast út í Sleggjuna fyrir að spila ekki með í liðinu og vera alltaf eitthvað að tuða.
Fljótlega eftir að Hjálmar hefur kýlt út í loftið af fögnuði ákveður salurinn að veita formanninum gott klapp. Reyndar mátti sjá að það voru ekki allir jafn hressi með þessa ræðu og t.d. var kópavogsframmarinn Ómar ekki í klappliðinu.
Að fagnaðalátunum loknum gaf formaðurinn léttan skít í VG og Samfylkinguna og svo fékk Sleggjan smá skammt að háði. Salurinn hló með, svona gott á fíflið fílingur. Allt er þetta svo sérlega viðeigandi þegar ljóst er að Kiddi Sleggja verður ekki með Framsókn næsta kjörtímabil. Honum hefur verið refsað fyrir að spila ekki með.
Árni J fékk tæknivíti og er að reyna að fá fólk til að gleyma. Án þess að réttlæta ÁJ þá held ég að þarna sé saman kominn hópur sem hefur minna vit á að skammast sín, og minna erindi inn á þing en tjéður Johnsen.
1 Comments:
Pólitískur er nú Refsarinn, maður lifandi, skemmtilegt sjónarhorn á þessu.
Skrifa ummæli
<< Home