22 nóvember 2006

Heppni

Fólk er mis lánsamt í þessu lífi. Ég hef alla jafna reynt að gæta þess að vitna ekki um minn hlut sem "óheppinn", því sannarlega hafa margir hreppt verri hlutskipti í lífinu en ég. Held samt ég verði seint flokkaður sem heppinn.

Áðan ætlaði ég að skjótast úr vinnu kl 15:30 til að koma henni Öddu litlu í klippingu og vera kominn aftur 16:30. Þegar ég er kominn út á vesturlandsveg er honum lokað vegna brúarframkvæmda. Ég þurfti því að fara nokkuð lengri leið en ég hafð ætlað mér og þótti strax ljóst að ég næði ekki að koma Aðalheiði í tíma, né að ná til baka í tíma fyrir símafund til Madison.

Jæja þegar ég er kominn með Öddu í bílinn og við farin að nálgast áfanagastað verður okkur ljóst að við töldum bæði að hinn aðilinn vissi nákvæma staðsetningu á klippótekinu.

Eftir töluvert rúnt og grauterí fannst stofan að lokum.

Leiðin til baka upp á grafarholt er löng og ströng og traffíkin með ólíkindum (ég er ekki að kidda Sváfnir). Þar sem ég sit færis við að komast inn á planið í vinnunni er svo ekið aftan á mig!

Báðir bílar sem og ökumenn sluppu þó ómeiddir.

Kom of seint á fundinn, en að honum loknum var mér svo boðið að klifra upp í stiga til að laga gardínu sem hafði farið aflaga.

Ég sagði nei takk.

3 Comments:

At 10:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þórhalli minn, allt er þetta spurning um val. Þú vitandi af óheppnisstuðli þínum ættir aldreigi að leggja í svona skot-túra eitthvert niður í bæ, það er bara ekki til í dæminu, eins og þú lærðir svo af þessari ferð þinni og tókst rétta ákvörðum með að fara ekki upp í stigann og laga gardínuna.

 
At 8:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Grei kallinn, þetta var nú ekki falleg saga. Er það ekki bara dagurinn 22. nóv sem er svona mikill óhappadagur hjá þér? Mundu næst að forðast svona aktivitet þennan dag og þá verður allt í svo ljómadi, glimrandi sætu.

Svo er það Annelinn í kvöld maður. Eins gott þú smitir ekki þessari óheppni yfir á hann.

 
At 9:12 f.h., Blogger Refsarinn said...

Engar áhyggjur þar srákurinn er svo gott sem kominn með sprotann í hendurnar. Ég sé fyrir mér fyrirsagnirnar í SH nú þegar Hr Ísl spilar fótbolta með pabba sínum...Ég er á mörkum heimsfrægðar!

 

Skrifa ummæli

<< Home