22 febrúar 2007

Vetrarhátið

Margt spennandi í boði á vetrarhátíð í ár eins og endranær. Eitt af því sem gaman gæti verið að prófa er blindrakaffi.

Blindrakaffi fer fram í kjallara þar sem algert myrkur ríkir. Það er því ekki nokkur leið að sjá hvað verið er að drekka/snæða eða hvort maður hefur sullað hressilega niður á þig. Þarna er á nýstárlegan hátt verið að bjóða manninum af götunni að upplifa í smástund hvernig það er að vera blindur.

Ég held samt að það væri mikklu skemmtilegara að bjóða upp á mongólítakaffi. Á þessu kaffihúsi væri ekkert í samhengi íneinu og ekki nokkru leið að átta sig á hvernig hlutirnir almennt virkuðu.

17 febrúar 2007

Klám

OK stór klámveisla á leið til landsins og feministar (og aðrir) að fara á hliðina.
Það verst við þetta mál er að margir þungavigtarmenn/konur í pólitík vilja nú glaðir beyta fyrir sig lagaskrípinu sem notað var gegn Falun Gong um árið til að sporna við fæti. Þetta er ekkert annað en hræsni. Það er ekki hægt að segjast virða fresli einstaklinga til að tjá sig þegar það er bara virt meðan þú ert sammála.

En að það er ekki það sem ég ætlaði að tala um. Eitt af stóru vanadmálunum í þessu öllu er skilgreining á klámi. Hvað er það?

Ég held að allir viti hvenær þeir eru að horfa á klám eða eru að klæmast en koma sér saman um eina skilgreinungu um það hvenær erotik er orðin að klámi virðist ekki vera hægt.

Svo var hér um árið talað um hungur klám. Það virkaði þannig að þegar allir voru orðnir dofnir fyrir myndum af sveltandi börnum, fóru sjónvarpsstöðvarnar að birta sífellt svæsnari myndir til að sannfæra okkur (eftir kvöldmat) að þarna væri um raunverulegan vand að ræða og við ættum að skammast okkar.

Mín skilgreining á klámi er þegar hjakkað í sama farinu. Allar tillögur um betri skilgreiningu eru vel þegnar.

13 febrúar 2007

Kjarabarátta

Á dögunum barst okkur til eyrna að kennarar ætli að fara í útgáfu á bæklingi þar sem farið verður yfir vinnu tíma þerra til að leiðrétta þann misskilning að þeir séu með styttri vinnutíma en við hin.

Þessi frétt bendir svo enn frekar til að kennarar ættla ekki að gefa neitt eftir í sinni kjarabaráttu frekar enn fyrridaginn.

Margir hefðu sjálfsagt viljað taka undir með kröfu kennara um leiðréttingu á launum sínum vegna mikillar verðbólgu skerðingar, en þeir hinir sömu hafa líklega ekki verið búnir að vinna á þessum tíma.

12 febrúar 2007

Úr mínus í plús með samkynhneigð

Var að horfa á kastljósið þar sem Alan nokkur Chamber sagði frá reynslu sinni. Alan þessi sneri frá kynvillu síns vegar með hjálp óbilandi trúar á það samkynhneigð væri sind og vill nú boða íslendingum fagnaðar erindi sitt. Það hljómar einhvern veginn svona: Kynhneigð er val og þú þarft ekki að vera samkynhneigður frekar enn þú villt.

Gott og blessað en þetta fékk mig til að hugsa. Ef hægt er að velja að vera ekki samkynhneigður hlýtur að vera hægt að velja að vera það líka.

Afhverju ætti ég að vera að leita mér að lífsförunauti sem að öllum líkindum er á lúsarlaunum og með stóran yfirdrátt þegar ég get með einföldum hugaræfingum, segjum kvölds og morgna, vanið mig til samkynhneigðar og farið að velja mér félaga sem hefur almennileg laun.

Tveir karlar í sambúð hljóta jú að þéna nokkuð meira en karl og kona því einginn virðis sjá hag sinn í að borga þeim (konunum) laun svo nokkru nemi.

Ef einhver þarna úti er með góð ráð til hand þeim sem vill snúast þá eru þau vel þegin.

03 febrúar 2007

Klink tilboð...

Þetta kemur væntalega ekki nokkrum manni á óvart en er Big Mac ekki líka ótrúlega ofmetinn hamborgari?