17 nóvember 2006

Biggest looser

Refsarinn þræðir hið hála einstigi milli lífshamingju og kjörþyngdar. Eitt af því fáa sem hann leifir sér er að setjast á föstudagskvöldi fyrir framan túpuna vopnaður öl og kíbbs og horfa á Biggest looser.

Þetta eru frábærir þætti fyrir svo margra hluta sakir.
Þarna er háð í hverri viku óvægin barátta bæði manna á milli sem og hvers einstaklings við sinn innri mann.
Í lok hvers þáttar er svo baráttan gerð upp þar sem einn og einn keppandi er plokkaður af.

Einnig fær áhorfandinn að sjá hversu ótrúlegar breytingar verða á þessu fólki þar sem lýsið lekur af því í hverri viku.

Síðast en ekki síst þá finnur Refsarinn til djúprar samkenndar með þessu fólki enda á hrað leið með að ná þátttökurétti eftir aðeins vikufrí frá ræktinni.

Allra best er þó að fylgjast með köllunum þar sem þeir takast á. Þetta eru hörku naglar sem gefa ekkert eftir og eru ófeimnir við að koma með stórar yfirlýsingar um menn og málefni og fylgja því jafnvel eftir með kraftmiklu Jehhhh!!!! eða eitthvað.

Staðreyndin er þó sú að í fituvef verður sjálfkrafa til mikið magn að estrogeni (kvenhormón), og í svona stórum líkömum er greinilega mikil framleiðsla því um leið og á móti blæs brotna kalla greyin alveg niður og skæla framan í hvorn annan eins og ungabörn.

Alltaf jafn fyndið.

1 Comments:

At 11:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Engin furða að þú ert alltaf sí grenjandi og vælandi hm...

 

Skrifa ummæli

<< Home