10 apríl 2008

Hjólað í vinnuna

Eftir fádæma góða þátttöku á seinasta ári á hjólaleiðinni "Litlavör-Nimblegen-Litlavör, þar sem nokkur íslandsmet vour sett, hafa mótshaldarar ákveðið að bæta við hjólaleiðum á þessu ári.
Auk gömlu leiðarinnar verða nú hjóaðir leggirnir
"Litlavör-Nimblegen-Hallveigarstígur, Hallveigarstígur-Nimblegen-Litlavör og loks Hallveigarstígur-Nimblegen-Hallveigarstígur".


Reikna mótshaldsrara með mikilli og góðri þáttöku þetta árið.

Einhverjar rætnar raddir héldu því fram þegar þessar leiðir voru valdar, að þetta mundi aldrei ganga upp vegna þess að þátttakendur mundu svindla og einungis hjóla legginn "Litlavör-Hallveigarsígur". En það eru óþarfa áhyggjur. Sá leggur er upphafið að svokallaðri sexþaut (ekki tugþraut) með frjálsri aðferð og verður notaður alveg sér.

04 apríl 2008

Kaldstart á bloggi



Hver kannast ekki við að vera úti í búð að tala við einhvern sem þú kannast mjög vel við en getur ekki alveg komið fyrir þig hver þetta er, muna ekki alveg hvað heitir eða hvaðan þú þekkir viðkomandi.


Þá er líklegt að þú sért að tala við Drottinn skapara himins og jarða því að Drottinn skapaði manninn í sinni mynd, það stendur ritað.
Drottinn ætti því að vera skrambi líkur nær öllum.

Aðgát skal höfð í nærveru slíkrar sálar.