07 nóvember 2009

Bíllauslífsstíll




Alveg hefur þessi tilraun með bíllausalífstílinn gegnið bærilega. Ég hef þó seinustu vikuna þurft að hvíla hjólið og nota almenningsvagnakerfið og það fer í taugarnar á mér.

Eftir að þeir breyttu leiðinni minni til vinnunnar þannig að ég fæ útsýnisleiðangur um Úlvarsfellið á hverjum morgni jókst pirringur minn til muna.

Í þessu ástandi lætur maður allt fara í taugarnar á sér. Heimasíða strætó fer td í taugarnar á mér núna.



Myndirnar tala sínu máli.

15 október 2009

Að lúkka "scruffy"

Sæta kærastan mín hefur alveg sannfært mig um að smá lubbi og 2daga skegg sé málið. Þurfti svo sem ekkert að halda langa ræðu ég hef jú altaf verið frekar latur við að raka mig og fara í klippingu.

Það runnu þó á mig tvær grímur um daginn. Þar sem ég var á miðjum þriðjudegi úti í smá hressingargöngutúr. Þá kemur upp að mér bíll, fullur af unglingum. Rúðan farþegamegin er skrúfuð niður og farþeginn býður mér að taka pizzu, svona hálf kláraða Dominos með pepperoni.

Í fyrstu var ég of hissa til að gera neitt annað en að afþakka boðið bara pent.

Það var svo ekki fyrr en nokkrum mínútum seinna að ég áttaði mig á að þarna höfðu ungmennin líklega ekki séð Kris Kristofersoninn sem var á göngu sér til hressingar, heldur frekar haldið að þarna væri besti vinu Lalla Jones á ferð.

09 október 2009

Battlestar Galactica

Ég er skapaður með þeim annmörkum að stöku skæ-fí myndir/þættir hitta mig í hjartastað.
Ég hef til að mynda átt í löngu ástarsambandi við myndina Blade Runner, og þegar ég bjó í danmörku var ég svo lánsamur að geta horft á Star Trek (fyrstu þættina með cap. Kirk) á þýsku rásunum. Allt með þýsku tali. Það breytti samt litlu, ég fann að þarna var eitthvað á ferðinni sem ég gæti ekki staðið í mót.

Eftir að Star Trek hætti að vera almennilegt rak lítið af góðu skæ-fí á fjörur mínar þar til skjár 1 fór að sýna BSG.
Þessir þættir eru meistaraverk, þar sem tilvistar heimsspeki er fær vel að njóta sín. Einnig fara menn snilldarlega framhjá allri ritskoðun með því að breyta tungumálinu aðeins (fuck hefur þróast yfir í frak). Þannig geta textahöfundar skrfað nokkuð kjarnyrt rifrildi fyrir leikarana.
Fleira má telja til þar sem stópólitískum málum er velt upp og skoðuð í skjóli þess að sagan gerist í fjarlægum heimi, ekki ósvipað brúðumyndum í sovétríkjunum sálugu.

07 október 2009

1/2 járnkall

Held að það sé kominn tími til að byrja að blogga að nýju. Reikna þó ekki með að vera neitt sérlega iðinn við kolann, en hver veit.

Fyrsta mál á dagskrá. Setja stefnuna á hálfan járnkarl næsta sumar!
Þetta eru ekki nema: 1.9 km sund, 90km hjól, og 21,1km hlaup.
Ég hljóp hálft maraþon í sumar á tímanum 1klst og 52mín.

Ég hjóla 22-24 km í og úr vinnu alla daga og ég veit að ég get haldið 30km meðalhraða á hjólinu sem ég er á núna. Kemst hraðar á betra hjóli sem ég vonast til að vera komin með í hendurnar næsta vor.

Það tekur mig í núverandi ástandi u.þ.b. klst að synda 2km, rétt tæplega þó á góðm degi.

Til samans gera þetta þá:
1 klst sund
3 klst hjól
2 klst hlaup.

6 klst í það heila.

Þetta er ekki nema rétt rúmlega vinnudagur kennara og ef þeir geta þetta þá get ég það líka.
Meira síðar.

06 nóvember 2008

Tímasetningar...

...eru kannski mikilvægari en ég hef áður talið.

04 nóvember 2008

Vinir Færeyinga

Vinir Færeyinga, vinir Færeyinga.

Maður heyrir ekki annað þessa dagana endalaust! Afhverju eigum við að vera vinir einhverra sem að líta út eins og mongólítar?

Eða eru það kannski Grænlendingar...?

29 september 2008

skopskyn


Oft er það mál manna að tímasetning sé lykillinn að góðu gríni. Ég er ekki alveg sammála þarna, en tímasetning er sannarlega mikilvæg, sérstaklega ef grínið er eitthvað tæpt.

Gott grín, sem tekur fullkomlega hversdagslegar aðstæður og snýr þeim svo gersamlega á haus að ekki nokkur maður hafði áður séð þær í slíku samhengi vekur alltaf hlátur og kátínu. Tímasetning hefur lítið með það að gera hversu fyndið slík uppsetning er.

Annað sem ber að varast er grín sem er fyrir augunum á öllum. Íþróttafréttamenn eru sérlega gjarnir á að falla í þessa gryfju (td. Reina reynir að finna Finnan). Þetta lítur út fyrir að vera fyndið í hita leiksins en það eru allir búnir að sjá grínið fyrir og ekkert nýtt er sett inn í mixið. Sama má segja um aumkunarverðar tilraunir spaugstofumanna til að gera grín að Ólafi F.

Af þeirri ástæðu ætla ég ekki að blogga um, þó það sé frétt dagsins, að Menn ársins eru með plötu vikunar á rás 2.